Aldraðir í vanda.

Tæplega áttræð hjón bæði með sykursýki og fleiri sjúkdóma sögðu mér frá samtali sínu við alþingismann sem er í framboði fyrir Alþingiskosningarnar. Þau vildu fá að vita hvað alþingismaðurinn legði til að þau gerðu næst þegar þau mundu sækja lyfjaskammtinn sinn. Þessi hjón sjá ekki fram á að geta keypt lyfin sín.  Alþingismanninum fannst það ekki mikið mál. Þau gætu bara talað við sveitarfélagið.  Þessi alþingismaður var í bæjarstjórn áður en landspólitíkin varð hans starfsvettvangur.  Sveitarfélögin greiða ekki læknisþjónustu og lyf fyrir fólk.  Enga fyrirgreiðslu er að finna í kerfinu fyrir fólk í þessum sporum. Hefði alþingismaðurinn ekki átt að vita þetta ?

Stutt í kosningar. Hvað viljum við ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband