Er þetta í lagi ?

Ung kona sem er með sykursýki, flogaveiki og gigt og er með örorku sagði frá því að hún hefði áhyggjur af því hvernig hún ætti að kaupa lyfin sín. Hún er í vandræðum með lyfjakaup í dag og sér fram á versnandi stöðu. Hún hafði samband við Sjúkratryggingar og vildi fá útreikning á hvað hún þyrfti að greiða og hvort hún gæti fengið styrk til lyfjakaupa.

Svörin sem hún fékk voru þau að enga styrki væri að fá hjá Sjúkratryggingum en hún gæti sótt um styrk hjá Tryggingarstofnun en hún yrði að greiða lyfin sín fyrst og taka svo saman pappíra með umsókninni.

Þá spurði hún hvort Sjúkratryggingar gætu reiknað út hvað hún þyrfti að greiða. Svörin sem hún fékk voru þau að útreikningarnir væru flóknir og henni bent á að tala við apótekið.

Ef útreikningarnir eru of flóknir fyrir starfsfólk Sjúkratrygginga er þá ekki þörf á hjálpa þeim að skilja eigið kerfi ?

Svona á ekki að koma fram við fólk með langvinna sjúkdóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband